3.3.2009 | 15:00
Góður Strákur
Rihanna og Chris saman á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.5.2008 | 23:46
Íslandsmótið
Jæja góðir hálsar, þá er komið að því !!! Á morgun laugardaginn 10. maí klukkan 09:00 fer fram hið gríðarlega vinsæla og æsispennandi Íslandsmót í góðakstri vagnstjóra hjá Strætó B.S. Þeir vagnstjórar sem verða í 6 efstu sætunum öðlast rétt til að keppa fyrir hönd Strætó B.S. og þjóðarinnar á Norðurlandamótinu í góðakstri strætisvagna og munu þar etja kappi við lið frá öllum Norðurlöndunum og fer mótið fram að þessu sinni í Noregi í ágúst. Við Íslendingar höfum verið sigursælir í þessari keppni til þessa og má eiginlega segja að við höfum átt þessa keppni um árabil eða allt þartil fyrir 2 árum að það fór að halla undan fæti og má þar kenna miklum mannabreytingum hjá fyrirtækinu um. Undirritaður hefur í þrígang hlotnast sá heiður að keppa fyrir Íslands hönd og þaraf í tvígang í sigurliði og er stefnan að sjálfsögðu sett á að komast aftur í liðið.
Ég mun leyfa ykkur að fylgjast með gangi mála á morgun þar sem ég veit að þjóðin bíður með öndina í hálsinum eftir að fá að vita hvaða vagnstjórar komast í liðið og fara út til Noregs sem "Strákarnir ykkar"
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.4.2008 | 21:56
You´ll never walk alone !!!
Ég vil byrja á því að óska Chelsea mönnum til hamingju með verðskuldaðan sigur á mínum mönnum í kvöld. Það þýðir ekkert að vera tapsár. Þetta verður án efa stórskemmtilegur úrslitaleikur og mun þetta verða í annað skiptið sem ég mun halda með Man. Utd. Ég trúi því engan vegin að Chelsea muni vinna Manchester.
Að lokum vil ég minna á einkunarorð Liverpool manna You´ll never walk alone við stöndum að sjálfsögðu á bak við okkar menn í von um betri tíma. Það er ósk okkar allra að þessir vitleysingar sem eru með umráðarétt yfir liðinu okkar fari að hætta í þessum sandkassaleik þar sem þeir hafa hagað sér eins og smákrakkar og annaðhvort selji umráðaréttinn eða byrji að spila saman líkt og Gerrard og Torres gera inni á vellinum.
Chelsea í úrslit í fyrsta sinn eftir 3:2 sigur á Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.4.2008 | 21:12
Meistaradeildin.
Jæja þá er það orðið ljóst að það verða Man. Utd. sem spila til úrslita í meistardeildinni. Hugsiði ykkur hvað það yrði rosalegur úrslitaleikur ef Liverpool ynni á morgun. Ég trúi bara ekki að Chelsea vinni á morgun!!! Allavega ætla ég að óska mínum mönnum góðs gengis á morgun og ætla ég að spá því að leikurinn fari 1-1 eftir framlengingu og að Liverpool vinni í vítaspyrnu. En ég hef það samt á tilfinningunni að Gerrard fái gult spjald og missi þarmeð af Úrslitaleiknum.
Hvernig haldið þið að leikurinn fari ???
Dægurmál | Breytt 30.4.2008 kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.4.2008 | 15:05
Fyrsta færsla...
Ég ákvað að skella upp einni svona síðu. Er svosum alveg tómur í augnablikinu þannig að ég ákvað bara að skella inn einni mynd af mér og Tótu einkaþjálfaranum mínum því ég var að koma úr ræktinni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)