Færsluflokkur: Spaugilegt

Íslandsmótið

Jæja góðir hálsar, þá er komið að því !!! Á morgun laugardaginn 10. maí klukkan 09:00 fer fram hið gríðarlega vinsæla og æsispennandi Íslandsmót í góðakstri vagnstjóra hjá Strætó B.S. Þeir vagnstjórar sem verða í 6 efstu sætunum öðlast rétt til að keppa fyrir hönd Strætó B.S. og þjóðarinnar á Norðurlandamótinu í góðakstri strætisvagna og munu þar etja kappi við lið frá öllum Norðurlöndunum og fer mótið fram að þessu sinni í Noregi í ágúst. Við Íslendingar höfum verið sigursælir í þessari keppni til þessa og má eiginlega segja að við höfum átt þessa keppni um árabil eða allt þartil fyrir 2 árum að það fór að halla undan fæti og má þar kenna miklum mannabreytingum hjá fyrirtækinu um. Undirritaður hefur í þrígang hlotnast sá heiður að keppa fyrir Íslands hönd og þaraf í tvígang í sigurliði og er stefnan að sjálfsögðu sett á að komast aftur í liðið.

 Ég mun leyfa ykkur að fylgjast með gangi mála á morgun þar sem ég veit að þjóðin bíður með öndina í hálsinum eftir að fá að vita hvaða vagnstjórar komast í liðið og fara út til Noregs sem "Strákarnir ykkar"  Cool


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband